22.8.2010 kl. 16:29
Netskákmót Goðans hefst 1. september.
Netskákmót Goðans hefst 1. september. Mótið fer fram á skákvefnum http://www.gameknot.com.
Mótið er lokað öðrum en félagsmönnum Goðans. Engin verðlaun verða veitt og ekkert þátttökugjald er í mótið. Mótið er að mestu leiti haldið til gamans. Líklegt er að mótinu verði lokið í lok apríl 2011.
Þetta verður í þriðja skiptið sem Goðinn heldur sérstakt netskákmót og hefur Sigurður Jón Gunnarsson (sfs1) unnið þau í bæði skiptin. Veturinn 2008-9 voru 11 keppendur með í mótinu. í fyrra tóku 14 keppendur þátt í tveimur styrkleikaflokkum og í vetur stefnir í met þátttöku, því hugsanlegt er að 20 keppendur verði með í mótinu í ár.
Eins og í fyrra, verður keppendum skipt í A og B-flokk, eftir skákstigum þeirra á Gameknot.
Félagsmenn eru hvattir til þess að vera með í mótinu, því enn er tími til þess að skrá sig á gameknot.com til þess að geta verið með.

