2.6.2008 kl. 23:20
Ný skákstig.
Ný Íslensk skákstig sem gilda 1. Júní 2008 voru gefin út í dag. Ármann Olgeirsson hækkar um heil 110 stig sem er mjög mikil hækkun og sú næst mesta af öllum. Jakob og Rúnar hækka líka talsvert frá síðasta lista og Hermann og Sigurbjörn koma nýir inn. Listinn lýtur svona út:
Nafn stig 1 júní 08 breyting+/-
Ármann Olgeirsson 1440 +110
Baldur Daníelsson 1650 0
Baldvin Þ Jóhannesson 1445 0
Einar G Hjaltason 1655 0
Heimir Bessason 1590 0
Hermann Aðalsteinsson 1375 nýtt
Jakob Sævar Sigurðsson 1670 +30
Pétur Gíslason 1715 0
Rúnar Ísleifsson 1695 +25
Sighvatur Karlsson 1300 0
Sigurbjörn Ásmundsson 1305 nýtt
Smári Sigurðsson 1615 -25
Tómas V Sigurðarson 1855 0
Ævar Ákason 1605 -15
Mót sem reiknuð eru inn og einhverjir af okkar mönnum tóku þátt í, eru Íslandsmót skákfélaga síðari hluti, Skákþing Akureyrar, Skákþing Norðlendinga og Skákþing Goðans.
Ný atskákstig eru væntanleg innan tíðar. Greint verður frá þeim þegar þau berast. H.A.
