3.3.2008 kl. 10:31
Pistill frá formanni.
Góður árangur náðist á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í Reykjavík um helgina. Goðinn endaði í 10 . sæti með 23 vinninga. Alls tóku 27 skáklið þátt í 4. deildinni að þessu sinni.
Ekki er annað hægt en að gleðjast yfir þessum árangri og þá sérstaklega þeirri staðreynd að í keppnislið Goðans vantaði nokkra sterka skákmenn sem ýmist tefldu ekkert fyrir félagið eða þá aðeins 1-3 skákir. Ekki er enn ljóst hver endanleg úrslit eru í 4. deildinni vegna kærumála á milli nokkura af efstu liðunum en Goðinn heldur örugglega 10. sætinu hvernig sem fer. Staða efstu liða er eftirfarandi :
1. Haukar-C 27,5 vinningar
2. Hellir-D 27,5
3. SAUST 26,5
4. Selfoss 26,5
5. KR-B 25
6. Bolungarvík 24,5 + 6 frestaðar skákir
7. Fjölnir-B 24,5
8. Víkingasveitin 24,5
9. Haukar-D 23
10. Goðinn 23
5. umferð. Goðinn-UMSB
Fyrirfram reiknaði ég með öruggum sigri á Borgfriðingum, því þegar að þessi lið mættust í fyrra á þessu sama móti unnum við þá með 5,5 vinn gegn 0,5. Borgfirðingar tefldu fram sama liði og í fyrra en okkar lið var talsvert sterkara en síðast. En annað kom á daginn. Þegar upp var staðið náðum við aðeins 4 vinningum. Tómas Veigar vann öruggan sigur á 1. borði á Tinnu Krístínu og Rúnar vann Jóhann Óla á öðru borði. Smári tapaði frekar óvænt fyrir Finni Ingólfssyni og Jakob tapaði líka óvænt fyrir Antoni Hafliðasyni. Baldvin vann Auði Eiðsd á 5. borði og Sigurbjörn vann Huldu Rún á sjötta borði. Hermann hvíldi í þessari umferð. Niðustaðan varð því 4 vinningar úr þessari viðureign og samtals 16 vinningar í höfn.
6. umferð. Goðinn-Taflfélag Garðabæjar- C sveit
Það er skemmst frá því að segja að við unnum 6-0 sigur á C-sveit Garðbæinga enda um krakkasveit félagsins að ræða. Reyndar var sveitin veikari en hún hafði verið í 5. umferð því að nokkrir liðsmenn sveitarinnar voru færðir upp í B-sveit Garðbæinga fyrir 6. umferðina. Rúnar tefldi á fyrsta borði í fjarveru Tómasar, síðan Smári, Jakob, Baldvin, Hermann, sem kom inná 5. borð og svo Sigurbjörn á sjötta borði. Sóley Lind Pálsdóttir sem tefldi á 6.borði hjá Garðbæingum var að tefla sínu fyrstu kappskák og stóð sig nokkkuð vel gegn Sigurbirni. Sóley er dóttir Páls Sigurðssonar formanns T.G. og systir Svanbergs Más, þannig að hún á ekki langt að sækja skákhæfileikann.
Nú var Goðinn allt í einu kominn í afar góða stöðu fyrir loka umferðina, því liðið var komið með 22 vinninga í 6. sætinu og enn 6 vinningar eftir í pottinum. Það var því vel raunhæft að liðið gæti krækt í eitt af efstu sætunum, en til þess þyrfti allt að ganga upp og meira en það. En það var líka alveg öruggt að í síðustu umferð fengjum við afar sterka andstæðinga, sem varð raunin.
7. umferð. Goðinn- Hellir-D
Fyrirfram var líklegasta niðurstaðan 0-6 tap fyrir þessu liði, því andstæðingarnir voru allir 100-200 stigum hærri en okkar menn og á neðri borðunum var stigamunurinn meiri. Tómas var ekki með og Baldvin farinn heim, þannig að við kölluðum til ofurvaramanninn okkar hann Einar Má Júlíusson og skelltum honum íssköldum beint inn á 4. borð. (beint úr barnaafmæli) Einar hefur oft komið félaginu til bjargar þegar vantað hefur mann í liðið og var ennþá taplaus eftir 4 skákir fyrir félagið. (3 vinn/4) Rúnar tefldi vel á 1. borði og náði jafntefli við Helga Brynjarsson(1910). Smári var nálægt því að halda jöfnu gegn Hilmari Þorsteinssyni (1750) en varð að gefa skákina fyrir rest. Jakob tefldi vel gegn Sigurði Ingasyni (1765) og gerði jafntefli við hann. Einar lék af sér riddara og varð í kjölfarið óverjandi mát í 2 leikjum gegn Paul Joseph Frigge (1705). Hermann tapaði fyrir nýkrýndum skákmeistara Hellis, Bjarna Jens Kristjánssyni (1720) og Sigurbjörn tapaði fyrir Óskari S Maggasyni (1660). Niðurstaðan því 1-5 tap fyrir Helli-D.
Árangur Goðamanna.
Rúnar Ísleifsson 4/7
Jakob Sævar Sigurðsson 4 /7
Smári Sigurðsson 3,5/7
Sigurbjörn Ásmundsson 3/7
Hermann Aðalsteinsson 3/6
Baldur Daníelsson 2/3
Baldvin Þ Jóhannesson 2/2
Tómas Veigar Sigurðarson 1/1
Einar Már Júlíusson 0,5/2
Markmið félagsins fyrir mótið var að ná í eitt af 10 efstu sætunum og það tókst. Goðinn varð efstur af norðlenskum skákfélögum í 4. deildinni.
Það er nokkuð ljóst að geti félagið stillt upp öllum sínum sterkustu mönnum í öllum umferðunum 7, þá væri líklegt að félagið væri í baráttunni um 3 efstu sætin í deildinni og þá um leið sæti í 3. deild. Framtíðar markmið félagsins er að koma skáksveit frá Goðanum uppí 3. deild og vera svo með B-lið í 4. deild. Til þess að þetta geti gengið eftir þarf amk tvennt að breytast til batnaðar. Okkur vantar 2-3 sterka skákmenn til viðbótar í félagið sem hægt er að treysta á að mæti alltaf til keppni og síðan að þeir öflugu skákmenn sem fyrir eru í félaginu mæti til keppni.
Gangi þetta eftir er framtíðin björt hjá skákfélaginu Goðanum.
Hermann Aðalsteinsson.
