7.3.2012 kl. 22:09
Reykjavík Open. Einar gerði jafntefli við Héðinn Steingrímsson stórmeistara.
Einar Hjalti Jensson gerði jafntefli við stórmeistarann Héðinn Steingrímsson (2556) í 2. umferð Reykjavík Open í kvöld. Frábærlega gert hjá Einari Hjalta.
Sigurður Daði Sigfússon tapaði fyrir Fabiano Caruana (2767) stighæsta manni mótsins í hörku skák, þar sem Sigurður Daði stóð lengi í honum með svörtu mönnunum.
Kristján Eðvarðsson tapaði fyrir stórmeistaranum Kveinys Aloyzas (2512) frá Litháen.
Pörun í 3. umferð má sjá bráðlega á chess-results
