8.3.2014 kl. 20:42
Robin Van Kampen efstur á N1 Reykjavík Open
Robin Van Kampen (2603) gerði jafntefli við Erwin L´ami (2646), í sjöttu umferð á Reykjavík Open sem fram fór í dag. Robin er efstur á mótinu ásamt Erwin L´ami og Bassim Amin(2653) frá Egyptalandi með 5,5 vinninga.

Robin Van Kampen í deildarkeppninni um daginn.
Gawain Jones er í 7. sæti með 5 vinninga. Kanadíski stórmeistarinn Eric Hansen, (2587)sem er nýgenginn í raðir GM-Hellis er með 4,5 vinninga eins og þau Lenka Ptácníková (2249) og Þröstur Þórhallsson (2453). Óhætt er því að segja að félagsmönnum í GM-Helli gengi vel á mótinu.
á morgun mætir Robin stigahæsta manni mótsins, þýska stórmeistaranum Arkadij Naititsch (2706).
- Heimasíða N1 Reykjavíkurskákmótsins
- Facebook-síða N1 Reykjavíkurskákmótsins
- Beinar útsendingar
- Skákskýringar í beinni útsendingu
- Chess-Results
