27.12.2010 kl. 23:52
Rúnar Ísleifsson hraðskákmeistari Goðans 2010
Rúnar Ísleifsson stóð uppi sem sigurvegari á hraðskákmóti Goðans 2010 er fram fór á Húsavík nú í kvöld. Rúnar fékk 9 vinninga af 11 mögulegum. Rúnar tapaði fyrir Baldri Daníelssyni, gerði jafntefli við Benedikt Þór Jóhannsson og við fráfarandi hraðskákmeistarann 2010, Jakob Sævar Sigurðsson. Aðrar skákir unnust. Jakob Sævar varð í öðru sæti með 8 vinninga eins og Sigurður Ægisson, sem tefldi sem gestur á mótin. Benedikt Þór Jóhannsson varð svo í þriðja sæti með 7,5 vinninga. Hlynur Snær Viðarsson varð efstur í flokki 16 ára og yngri með 6,5 vinninga og Valur Heiðar varð í örðu sæti með 1. vinning.
Benedikt Þór Jóhannsson, Rúnar Ísleifsson og Jakob Sævar Sigurðsson
Mótsúrslitin:
1 Rúnar Ísleifsson, 9 54.25 60.5 69.5 54.0
2-3 Jakob Sævar Sigurðsson, 8 49.25 59.5 70.5 47.5
Sigurður Ægisson, 8 43.50 58.0 68.0 45.0
4-5 Benedikt Þór Jóhannsson, 7.5 44.25 58.5 69.5 46.0
Baldur Daníelsson, 7.5 40.75 55.5 66.5 43.5
6-10 Benedikt Þorri Sigurjónss, 6.5 38.25 60.5 72.5 42.0
Hlynur Snær Viðarsson, 6.5 26.75 53.0 63.0 36.5
Ármann Olgeirsson, 6.5 25.75 51.5 61.5 38.0
Ævar Ákason, 6.5 25.25 44.0 53.0 34.5
Hermann Aðalsteinsson, 6.5 23.75 45.0 55.0 36.5
11 Sigurbjörn Ásmundsson, 6 21.00 48.5 58.5 36.0
12 Heimir Bessason, 5.5 17.75 49.0 59.0 36.5
13-14 Hallur Birkir Reynisson, 4 14.50 47.0 55.5 26.0
Árni Garðar Helgason, 4 7.00 42.5 51.5 24.0
15 Jóhann Sigurðsson, 3 4.00 42.5 51.0 23.0
16 Sighvatur Karlsson, 2 2.00 47.5 56.5 15.0
17-18 Valur Heiðar Einarsson, 1 4.00 46.5 56.5 3.0
Ingvar Björn Guðlaugsson, 1 1.00 44.0 51.5 7.0
Rúnar teflir við sr. Sigurð Ægisson frá Siglufirði.
Þetta var í fyrsta skipti sem Rúnar vinnur hraðskákmót Goðans, en Rúnar er núverandi skákmeistari félagsins frá því í febrúar sl.
Baldur Daníelsson vs Jakbo Sævar.
Met þátttaka var í mótinu, alls 18 keppendur og er það fjölmennasta innanfélagsmót Goðans frá stofnun félagsins árið 2005.
Skoða má einstök úrslit í skránni hér fyrir neðan.