11.8.2011 kl. 22:47
Sigur á TV í hraðskákkeppni taflfélaga.
Harðsnúið lið Goðans vann TV í frumraun sinni í hraðskákkeppni taflfélaga nú í kvöld. Viðureignin fór fram í húsnæði SÍ í Faxafeni. Okkar menn fengu 41,5 vinninga gegn 30,5 vinningum TV. Með sigrinum í kvöld tryggði Goðinn sér sæti í 8-liða úrslitum.
Goðinn
Sigurður Daði Sigfússon 9
Ásgeir P Ásbjörnsson 8
Tómas Björnsson 7
Hlíðar Þór Hreinsson 6
Björn Þorsteinsson 5,5
Einar Hjalti Jensson 5
Lið TV
Ingvar Þór Jóhannesson 7,5
Björn Ívar 7
þorsteinn Þorsteinsson 6,5
Kristján Guðmundsson 6
Nökkvi Sverrisson 2,5
Bjartni Hjartarson 2
Dregið verður í 8-liða úrslit eftir helgi.
