1.9.2012 kl. 00:36
Sigur á Tyrkjum – Þröstur Þórhallsson vann í magnaðri fórnarskák
Íslenska liðið í opnum flokki ólympíleikunum í skák vann 2,5-1,5 sigur á b-sveit Tyrkja í dag í æsispennandi viðureign. Þröstur Þórhallsson tefldi glæsilega skák þar sem hann átti hvern þrumuleikinn á fætur öðrum, fórnaði fyrst drottningu fyrir hrók og síðar hrók og var um tíma heilli drottningu undir.

Þröstur hefur byrjað mótið af krafti og er með 3,5 vinninga úr 4 skákum. Afar sterk byrjun hjá Þresti.
Á morgun mætir Íslenska liðið Filippseyjum.
