1.9.2009 kl. 21:18
Sindri, Sigurjón og Árni Garðar í Goðann !
Skákmennirnir Sindri Guðjónsson, Sigurjón Benediktsson og Árni Garðar Helgason, hafa gengið í skákfélagið Goðann. Þetta er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni og koma þeirra í félagið styrkir félagið mikið.

Sindri Guðjónsson (1760) (1635 at) (1915 FIDE) er okkur að góðu kunnur, en hann ólst upp að hluta til, á Húsavík á sínum yngri árum, en hefur verið í Taflfélagi Garðabæjar. Sindri er fluttur til Bakkafjarðar í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann mun annast skákkennslu í grunnskólanum á Bakkafirði og grunnskóla Þórshafnar í vetur.
Sindri mun tefla með okkur í Íslandsmóti skákfélaga í haust og þá að öllu óbreyttu á fyrsta borði í A-sveitinni.

Sigurjón Benediktsson (1520) (1460 at) er vel þekktur í skáklífi Þingeyinga enda var hann formaður Taflfélags Húsavíkur sáluga, um árabil. Sigurjón er nú um stundir í Noregi en er væntanlegur heim í desember. Hann mun því ekki tefla með Goðanum í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga.
Árni Garðar Helgason (0) Ætlar að draga verulega úr notkun á spilum í vetur og tefla meira enda mun skemmtilegar að tefla á æfingum og skákmótum hjá Goðanum heldur en spila Bridds. H.A.
