22.12.2013 kl. 11:02
Skák er góð fyrir heilann
„Skák er góð fyrir heilann,“ sagði ungur skákmaður sem sótti Jólapakkaskákmót í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Um 130 börn tóku þátt mótinu sem er eitt fjölmennasta barnaskákmót sem haldið er á ári hverju. Fréttastofa Stöðvar 2 leit við í ráðhúsinu í gær og tók nokkra efnilega skákmenn tali líkt og sjá má í myndbandinu hér
Skjáskot úr frétt Stövar 2.
Einbeitingin skein úr andlitum margra þeirra barna sem saman voru komin á Jólapakkaskákmóti sem skákfélagið GM Hellir stóð fyrir í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1996 og fer fram í 16. sinn í ár. Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta skákmóti meðan aðrir voru þrautreyndir við taflborðið þrátt fyrir ungan aldur.
Síðar í dag verða úrslit úr mótinu birt hér á síðunni.
