27.10.2008 kl. 10:37
Skákæfingar á Húsavík.

Skákfélagið Goðinn mun nú í vetur standa fyrir skákæfingum á Húsavík í fyrsta skipti frá stofnun félagsins. Tekist hafa samningar við Framsýn-stéttarfélag um afnot af sal Framsýnar við Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Fyrsta skákæfingin verður haldin þar miðvikudagskvöldið 5 nóvember kl 20:30. Verða skákæfingar því í hverri viku (öll miðvikudagskvöld) í allan vetur, til skiptis á Húsavík, í Litlulaugaskóla og í Stórutjarnaskóla.
Ókeypis er á allar æfingar hjá félaginu.
Nú stendur yfir átak á Húsavík með það að markmiði, að fá óvirka skákmenn á Húsavík og nágrenni, til þátttöku í starfi Goðans og svo er skákkennsluverkefni í Borgarhólsskóla í fullum gangi, þannig að brýn þörf var á að koma á reglulegum skákæfingum á Húsavík.
Skákæfingarnar á Húsavík verða í umsjá Ævars Ákasonar og Smára Sigurðssonar, auk Hermanns Aðalsteinssonar formanns félagsins.
Óvirkir skákmenn á Húsavík og nágrenni, sem og börn og unglingar við Borgarhólsskóla og öðrum skólum í nágrenninu, eru hvött til þess að koma á skákæfingar hjá félaginu og taka þátt í fræðandi og skemmtilegu starfi félagsins.
Æfinga og mótaáætlun fram til áramóta:
29 október Skákæfing 20:30 Stórutjarnaskóli.
5 nóvember Skákæfing 20:30 Húsavík.
12 nóvember Skákæfing 20:30 Litlulaugaskóli
15 nóvember 15 mín mót 13:00 Húsavík.
19 nóvember Skákæfing 20:30 Húsavík.
26 nóvember Skákæfing 20:30 Stórutjarnaskóli.
3 desember Skákæfing 20:30 Húsavík
10 desember Skákæfing 20:30 Litlulaugaskóli
17 desember Skákæfing 20:30 Húsavík
27 desember Hraðskákmót 13:00 Húsavík
Æfinga og mótaáætlun fyrir janúar til maí 2009 verður birt í lok desember. H.A.
