31.5.2011 kl. 22:52
Skákfélagið Goðinn og 641.is í eina sæng.
Veffréttasíðan 641.is, sem segir fréttir úr Suður-Þingeyjarsýslu, hefur gert samkomulag við skákélagið Goðann um að styrkja félagið.

641.is
Skákfélagið Goðinn yfirtekur rekstur 641.is, en fyrir þá sem ekki vita að þá er formaður Goðans, Hermann Aðalsteinsson, einnig stofnandi og vefstjóri 641.is.
Það voru því hæg heimatökin þegar Hermann formaður skákfélagsins Goðans og Hermann vefstjóri 641.is gerðu með sér framangreint samkomulag.
641.is vefurinn hefur verið starfræktur í tvö og hálft ár og hefur fengið góðar móttökur í héraði. Á milli 3 og 400 gestir heimsækja 641.is daglega og flettinga fjöldinn er óðum að nálgast 200.000.
Sjá hér: http://www.641.is
Ritstjóri hvetur félagsmenn til að kíkja reglulega inn á 641.is
