Stjórn Goðans

Hermann Aðalsteinsson formaður
Rúnar Ísleifsson gjaldkeri
Sigurbjörn Ásmundsson ritari
Ingi Hafliði Guðjónsson 1. varamaður
Ævar Ákason skoðunarmaður reikninga/endurskoðandi

Um stofnun skákfélagsis Goðans.

Snemma í febrúar 2004 auglýsti Ármann Olgeirsson á Vatnsleysu í Hlupastelpunni eftir hvort einhverjir í Þingeyjarsveit hefðu áhuga á því að tefla. Í ljós kom að nokkrir höfðu áhuga fyrir því.

Þann 19 febrúar 2004 hittust 3 skákmenn á Fosshóli og héldu okkar fyrsta formlega skákkvöld, en það voru þeir Ármann Olgeirsson, Hallur Birkir Reynisson og Hermann Aðalsteinsson.

Viku seinna hittust 5 skákmenn á Stórutjörnum, þessir þrír áðurnefndu auk Baldurs Daníelssonar og Jóhanns Sigurðssonar.  Alls voru haldnar 8 skákæfingar þennan vetur með mis mikilli mætingu, eða frá 4 uppí 8 manns.

Vetrarstarfinu lauk svo síðan með 2ja kvölda skákmóti sem 8 skákmenn tóku þátt í á Fosshóli.  þar var krýndur okkar fyrsti skákmeistari sem var Baldur Daníelsson. Hlaut hann 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Ármann Olgeirsson varð annar með 5,5 vinninga og Jóhann Sigurðsson þriðji með 5 vinninga. Baldur fékk farandbikar að launum til varðveislu næsta árið, sem Ármann Olgeirsson gaf í tilefni dagsins. Þetta mót fór fram 25-26 apríl 2004. Umhugsunartíminn var 20 mín á mann. Mótið markaði lok vetrarstarfsins.

11. október sama ár hófst skákstarfið á nýjan leik. Fyrirkomulagið var með svipuðu sniði og veturinn áður, nema að nú var teflt annan hvern þriðjudag.  Skákæfingarnar urðu 13 talsins. Nokkrir nýjir skákmenn bættust í hópinn, þegar á leið, þó svo að aldrei voru fleiri en 8 á hverri æfingu.

Snemma árs 2005 var stofnað formlegt skákfélag og 15 mars var kosin þriggja manna stjórn. Kosningu hlutu: Ármann Olgeirsson 5 atkvæði, Hermann Aðalsteinssson,5 atkvæði og Hallur B Reynisson 4 atkvæði.  Aðrir sem fengu atkvæði voru Ketill Tryggvason 2 atkvæði, Jóhann Sigurðsson og Hólmfríður Eiríksdóttir 1 atkvæði hvort.  Ákveðið var að stjórn skipti með sér verkum og væri hún kjörin til eins árs.

29 mars var haldinn stuttur fundur til að ákveða nafn á það. Fyrir valinu varð skákfélagið Goðinn. Stjórn hafði þá skipt með sér verkum , þannig að Hermann Aðalsteisson varð formaður, Ármann Olgeirsson ritari og Hallur B Reynisson gjaldkeri. Hófst þá skráning í félagið og skráðu sig 12 stofnfélagar í félagið..

Sótt var um aðild að skáksambandi Íslands og stefnt á að taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga 4. deild vetruinn 2005-6.

Vetrarstarfinu lauk síðan með skákmóti á Fosshóli 12 og 19 apríl. Teflt var eftir monrad-kerfi 5 umferðir með 30 mín umhugsunartíma á mann. Að loknum 5 umferðum voru 3 keppendur efstir og jafnir með 4 vinninga,  Ármann, Jóhann og Hallur. þeir kepptu sín á milli um efsta sætið í hrað- skákum en ekki fengust úrslit úr því heldur. Þá voru reiknuð út stig og eftir þann reikning stóð Ármann Olgeirsson uppi sem sigurvegari. Jóhann og Hallur deildu öðru sætinu. Ármann fékk því bikrarinn til varðveislu næsta árið.

( Formáli úr fundargerðabók skákfélagsins Goðans.)  Hermann Aðalsteinsson.