18.3.2009 kl. 10:45
Skákþing Goðans. Úrslit ráðast í kvöld.
Í kvöld kl 20:00 veður lokaumferðin í skákþingi Goðans tefld. Smári Sigurðsson stendur best að vígi fyrir lokaumferðina því hann hefur hálfs vinnings forskot á næsta mann, Benedikt Þorra.
Rúnar , Pétur og Baldvin eru svo hláfum vinningi neðan við Benedikt Þorra. Þessir 5 keppendur bítast um 3 efstu sætin í lokaumferðinni. Ævar á reyndar fræðilega möguleika á því að ná 3. sætinu ef önnur úrslit verða honum hagstæð.
Aðrir eiga ekki möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna.
Verðlaunaafhending verður í kvöld. H.A.
