5.3.2008 kl. 20:47
Skóla og sýslumót í skák framundan.
Það er þétt dagskráin hjá skákfélaginu fram að páskum.
Föstudaginn 7 mars verður grunnskólamótið haldið á Laugum og er skák m.a. á dagskrá. Sú keppni er sveitakeppni með 4 keppendum í hverri sveit. 5 sveitir eru skráðar til keppni.
Skólaskákmótið í Borgarhólsskóla á Húsavík,verður haldið laugardaginn 8 mars.
Sýslumótið í skólaskák fer svo fram á Húsavík laugardaginn 15 mars.
Héraðsmótið í skák fyrir 16 ára og yngri verður síðan haldið 1 maí, en mótsstaður er óákveðin.
Að sjálsögðu mun skákfélagið Goðinn sjá um framkvæmd mótanna. H.A.
