Smári 15 mín meistari Goðans-Máta í 5 sinn

Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á 15 mín skákmóti Goðans-Máta sem fram fór í gærkvöld. Smári vann alla sína andstæðinga 7 að tölu. Smári vann 15 mín mótið í þriðja sinn í röð í gærkvöldi og vann þvi verðlaunabikarinn til eignar. Var þetta í fimmta skiptið sem Smári vann 15 mín mótið og hefur Smári einokað sigurinn í mótinu fyrir utan eitt skipti þegar Jakob Sævar bróðir hans vann það árið 2009.

010
 

Þeir feðgar, Jón og Hermann, Smári, Bjarni Jón, Jakob og Hlynur. 

Jakob Sævar og Hermann Aðalsteinsson urðu jafnir að vinningum í öðru sæti, en Jakob hlaut annað sætið á stigum. Þeir félagar tefldu saman í lokaumferðinni og endað sú skák með jafntefli. 

Hlynur Snær Viðarsson varð efstu í flokki 16 ára og yngri með 3 vinninga. Bjarni Jón kristjánsson varð í öðru sæti og Jón Aðalsteinn Hermannsson varð í þriðja sæti.

Lokastaðan:

1.  Smári Sigurðsson                       7  af  7
2.  Jakob Sævar Sigurðsson           4,5
3.  Hermann Aðalsteinsson              4,5
4.  Sighvatur Karlsson                    4
5-6. Ævar Ákason                           3
5-6. Hlynur Snær Viðarsson            3
7-8. Bjarni Jón Kristjánson              2
7-8. Heimir Bessason                      2
9.    Sigurbjörn Ásmundsson           1 
10.  Jón Aðalsteinn Hermannsson  0