3.3.2011 kl. 10:42
Smári efstur á skákæfingu.
Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu er fram fór á Húsavík í gærkvöldi. Smári vann alla andstæðinga sína. Tefldar voru skákir með 8 mín umhugsunartíma.
úrslit gærkvöldsins:
1. Smári Sigurðsson 6 af 6
2-3. Hermann Aðalsteinsson 4
2-3. Sigurbjörn Ásmundsson 4
4. Snorri Hallgrímsson 3
5. Hlynur Snær Viðarsson 2
6-7. Sighvatur karlsson 1
6-7. Valur Heiðar Einarsson 1
Á morgun hefst Íslandsmót skákfélaga í Reykjavík og hægt verður að fylgjast með gengi okkar manna hér á síðunni um helgina.
