28.9.2011 kl. 22:27
Smári, Sigurbjörn og Hermann unnu sínar skákir
Smári Sigurðsson, Sigurbjörn Ásmundsson og Hermann Aðalsteinsson unnu sínar skákir á skákæfingu sem fram fór sl. mánudagskvöld. Heimir Bessason og Sighvatur Karlsson gerðu jafntefli. Tefld var ein skák á mann og var umhugsunartíminn 60 mín á mann.
Smári Sigurðsson – Valur Heiðar Einarsson 1 – 0
Hlynur Snær Viðarsson – Sigurbjörn Ásmundsson 0 – 1
Snorri Hallgrímsson – Hermann Aðalsteinsson 0 – 1
Heimir Bessason – Sighvatur Karlsson 1/2 – 1/2
Nk. mánudagskvöld verður lokaæfing fyrir deildarkeppnina. Þá verður tefld ein skák á mann og verður umhugsunartíminn 90 mín+30 sek/leik
