24.4.2012 kl. 22:38
Snorri og Bjarni sýslumeistarar í skólaskák
Snorri Hallgrímsson og Bjarni Jón Kristjánsson urðu Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák í dag, en sýslumótið fór fram í Litlulaugaskóla í Reykjadal. Snorri vann eldri flokkinn með 6,5 vinningum af 7 mögulegum en dregið var á milli Snorra og Hlnyns Sæs Viðarssonar því þeir urðu jafnir að vinningum og hafði Snorri heppnina með sér. Þeir kepptu báðir fyrir Borgarhólsskóla. Tryggvi Snær Hlinason, Stórutjarnaskóla, varð í þriðja sæti með 4 vinninga og örlítið stigahærri en Hjörtur Jón Gylfason, Reykjahlíðarskóla, sem einnig fékk 4 vinninga. Snorri og Hlynur hafa því unnið sér keppnisrétt á kjördæmismótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri nk. laugardag kl 13:00

Tryggvi Snær, Snorri og Hlynur Snær.
Lokastaðan í eldri flokki:
1. Snorri Hallgrímsson Borgarhólsskóla 6,5 af 7
2. Hlynur Snær Viðarsson ————— 6,5
3. Tryggvi Snær Hlinason Stórtjarnaskóla 4
4. Hjörtur Jón Gylfason Reykjahlíðarskóla 4
5-6.Starkaður Snær Hlynsson Litlulaugaskóla 3
5-6. Freyþór Hrafn Harðarsson—————– 3
7. Pétur Ingvi Gunnarsson Reykjahlíðarskóla 1
8. Ingimar Atli Knútsson ——————— 0
Í yngri flokki var mun harðari barátta um efstu sætin enda keppendur mun jafnari að getu í þeim fokki. Það endaði þó með því að Bjarni Jón Kristjánsson, Litlulaugaskóla, stóð uppi sem sigurvegari með 6 vinninga af 7 mögulegum. Bjarni tapaði sinni skák í fyrstu umferð, en vann síðan allar aðrar skákir. Jakub P Statkiewice, Litlulaugaskóla, varð nokkuð óvænt í öðru sæti með 5 vinninga og varð örlítið hærri á stigum en Ari Rúnar Gunnarsson, Reykjahlíðarskóla, sem einnig fékk 5 vinninga í mótinu og þriðja sætið. Bjarni og Jakub hafa því unnið sér keppnisrétt á kjördæmismótinu í yngri flokkir á Akureyri nk. laugardag.

Jakub, Bjarni Jón og Ari Rúnar.
Lokastaðan í Yngri flokki:
1 Bjarni Jón Kristjánsson, Litl 6 19.5
2-3 Jakub Piotr Statkiewicz, Litl 5 18.0
Ari Rúnar Gunnarsson, Mýv 5 16.5
4-5 Snorri Már Vagnsson, Stór 4.5 21.5
Eyþór Kári Ingólfsson, Stór 4.5 21.0
6-7 Helgi Þorleifur Þórhallss, Mýv 3.5 20.5
Ásgeir Ingi Unnsteinsson, Litl 3.5 15.0
8 Helgi James Þórarinsson, Mýv 3 15.5
9 Björn Gunnar Jónsson, Borg 2.5 14.5
10 Elín Heiða Hlinadóttir, Stór 2 18.5
11 Páll Hlíðar Svavarsson, Borg 1.5 14.5
12 Bergþór snær Birkisson, Borg 1 16.0
Sýslumaður Þingeyinga, Svavar Pálsson, tók að sér að afhenda verðlaunin á mótinu enda fáir hæfari til þess á sýslumóti í skák, en hann. Hermann Aðalsteinsson var mótsstjóri.
Sjá öll úrslit úr mótinu í skránni hér að neðan.
