30.3.2011 kl. 20:34
Snorri og Páll skólameistarar Borgarhólsskóla.
Snorri Hallgrímsson varð í dag skólameistari Borgarhólsskóla í eldri flokki í skák. Snorri vann öruggan sigur á skólamótinu og fékk 3,5 vinninga af 4 mögulegum.

Páll Hlíðar Svavarsson og Snorri Hallgrímsson
Páll Hlíðar Svavarsson vann yngri flokkinn og gerði það án keppni því hann var eini keppandinn að þessu sinni í yngri flokki.
Sýslumótið í skólaskák er á dagskrá 9. apríl nk. og kjördæmismótið verður á Akureyri 30. apríl.
