10.10.2009 kl. 10:16
Stúderað á Húsavík.
Í gærkvöld var fyrra stúderngakvöldið af tveimur haldið á Húsavík. Nimzowitsch-vörn og Marshall-árás í Spænska leiknum voru stúderuð. Jakob Sævar Sigurðsson stjórnaði þeim.
Jakob situr við tölvuna og stjórnar skýringunum í gegnum skjávarpa.
Í kvöld, laugardagskvöld, verður farið yfir Scheveningen-afbrigði Sikileyjarvarnar og Grjótgarðinn í Hollenzkri. Stúderingarnar hefjast kl 20:30 í Framsýnarsalnum. H.A.