20.7.2011 kl. 20:54
Stúderað á Húsavík með Einari Hjalta.
Einar Hjalti Jensson staldraði við á Húsavík sl. sunnudag og stúderaði með félagsmönnum sem lögðu leið sína í félagsaðstöðu Goðans á Húsavík.
Einar var með fyrirlestur um skák sem hann hafði áður flutt í suðvestur goðorði Goðans og tilbúnar æfingar, taktík og byrjanir í chess-base.
Stúderingarnar hófust kl 12:00 og lauk ekki fyrr en um kl 17:00.
Fimm félagsmenn höfðu tök á því að fylgjast með, en von er á Einari Hjalta til Húsavíkur aftur um miðjan september. þá verður heil helgi tekin í stúderingar og einkatíma með Einari.
