8.10.2009 kl. 15:42
Stúderingar um helgina.
Um helgina verður stúderað mikið í skák á Húsavík. Stúderingarnar verða í boði fyrir áhugasama bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld. Stúderingarnar hefjast bæði kvöldin kl 20:30 í Framsýnarsalnum.
Nimzowitsch-vörn og Marshall-árás í Spænskum leik verður krufið til mergjar á föstudagskvöldinu, en á laugardagskvöldinu verður Scheveningen-afbrigði Sikileyjarvarnar og Grjótgarðinn í Hollenzkri vörn tekið fyrir.
Stúderningarnar verða í umsjá Jakobs Sævars Sigurðssonar. Stúderingarnar fara fram í gegnum skjávarpa, úr tölvu, þannig að allir ættu að geta séð vel hvað um er að vera.
Vonandi geta sem flestir félagsmenn nýtt sér þessa fræðslu um helgina. H.A.
