26.1.2014 kl. 21:09
Sundlaugarskáksett vígt í sundlaug Húsavíkur á Íslenska skákdeginum
Nýtt sundlaugarskáksett var vígt í sundlaug Húsavíkur á Íslenska skákdeginum í dag. Það voru þeir Smári Sigurðsson og Svavar Pálsson félagsmenn GM-Hellis á norðursvæði, sem tefldu fyrstu skákina í einum af heitapottum sundlaugarinnar á Húsavík.

Smári og Svavar tefla í heitapottinum.
Skák þeirra Smára og Svavars lauk með jafntefli og nýttu aðrir sundlaugargestir sér það í dag að taka nokkrar köflóttar þegar skák þeirra lauk. Sundlaugarskáksettið verður gestum sundlaugarinnar til frjálsra afnota héðan í frá. Hafþór Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir.

Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga.

Smári Sigurðsson margfaldur meistari GM-Hellis á norðursvæði.
