27.8.2011 kl. 12:28
Tap fyrir Íslandsmeisturunum.
Taflfélagið Helli vann Skákfélagið Goðann í hörkuviðureign í síðustu
viðureign átta liða úrslita sem fram fór í gær. Teflt var heimastöðvum
Goðans, á stór-Reykjarvíkursvæðinu, heimili Jóns Þorvaldssonar og óhætt
er að segja að sjaldan hafi jafn vel verið tekið betur á móti gestum í
þessari keppni. Keppnin var jöfn frá upphafi og eftir 4 umferðir var
hnífjangt. Hellismenn unnu svo 4,5-1,5 í fimmtu en Goðmenn svöruðu
fyrir með 5-1 sigri í sjöttu umferð og leiddu því í hálfleik,
18,5-17,5. Í síðari hlutanum hrukku hins vegar Hellismenn í gang og
unnu 5 af 6 umferðum, samtals 22,5-13,5 og samtals því 40-32.
Hjörvar fór mjög mikinn fyrir Helli og hlaut 11 vinninga í 12
skákum. Skor Goðamanna var hins vegar mun jafnara en þar fékk Sigurður Daði Sigfússon flesta vinninga eða 6,5 vinning.
Frábær árangur hjá okkar mönnum að vera yfir í hálfleik gegn jafn sterku liði og Hellir hefur á að skipa. Tveir landsliðsmenn skipuð lið Hellis, Hjörvar Steinn og Björn Þorfinnsson.
Árangur einstakra liðsmanna:
Goðinn (allir tefldu 12 skákir):
-
Sigurður Daði Sigfússon 6,5 v.
-
Einar Hjalti Jensson 6 v.
-
Ásgeir Ásbjörnsson 5,5 v.
-
Tómas Björnsson 5,5 v.
-
Þröstur Árnason 5 v.
-
Hlíðar Þór Hreinsson 3,5 v.
Hellir
- Hjörvar Steinn Grétarsson 11 v. af 12
- Björn Þorfinnsson 8,5 v. af 12
- Davíð Ólafsson 7,5 v. af 12
- Rúnar Berg 5 v. af 8
- Sigurbjörn Björnsson 5 v. af 11
- Gunnar Björnsson 2 v. af 9
- Helgi Brynjarsson 1 v. af 7
- Vigfús Ó. Vigfússon 0 v. af 0
Goðinn hefur því lokið þátttöku í hraðskákeppni taflfélaga að þessu sinni.
Mynd: Vigfús Ó Vigfússon
