16.9.2008 kl. 10:26
Tap fyrir stórmeistara í fyrstu umferð.
Skákþing Garðabæjar hófst í gær. Okkar maður, Jakob Sævar Sigurðsson (1860), er á meðal keppenda. Jakob tefldi við stórmeistarann Henrik Daníelssen (2526) í 1. umferð og tapaði þeirri skák.
Önnur umferð verður tefld kl 19:30 á fimmtudaginn.
Þá teflir Jakob Sævar við Gísla Hrafnkellsson (1575) Jakob verður með svart. H.A.
