11.2.2010 kl. 14:39
Tap fyrir Valsárskóla.
Skáksveit Stórutjarnaskóla tapaði í dag fyrir skáksveit Valsárskóla á Svalbaðsströnd, með 9,5 vinningum gegn 15,5. Mótið fór fram í Stórutjarnaskóla nú í morgun. 5 nemendur skipuð lið hvors skóla og tefldu allir við alla. Tímamörk voru 10 mín á mann.

Röð frá vinstri: Sigtryggur Vagnsson, Ingi Þór Halldórsson, Pétur Þórisson, Bjargey Ingólfsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason, kepptu fyrir Stórutjarnaskóla.
Bestum árangri nemenda úr Stórutjarnaskóla náðu þeir Sigtryggur Vagnsson og Tryggvi Snær Hlinason, en þeir fengu 4 vinninga af 5 mögulegum. Bestum árangri úr Valsárskóla náðu þeir bræður Daníel og Samúel Chan, en þeir fengu einnig 4 vinninga hvor.
Tryggvi, Samúel, Daníel, Jóhanna, Telma, Bjargey, Pétur, Ingi, Sigtryggur og Bjarki.
Skákstjórar voru Hjörleifur Halldórsson og Hermann Aðalsteinsson.
