12.3.2013 kl. 12:57
TR-b upp í 1. deild í stað Fjölnis ?
Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga felldi um daginn úrskurð um að Robert Ris skákmaður hjá Fjölni hafi verið ólöglegur sem keppandi fyrir Fjölni í viðureign þeirra við TR í lokaumferð Íslandsmóts skákfélaga 1-2 mars sl. Var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að TR ynni málið og viðureignin dæmd 4,5-1,5 þeim í vil en Fjölnir hafði unnið viðureignina á sjálfu Íslandsmótinu með sama mun. Athygli vekur að einn af þremur mótsstjórnarmönnum skilaði séráliti og taldi Robert löglegan keppanda með Fjölni.
Við þær breytingar tekur b-sveit TR efsta sætið í 2. deild, af Goðanum-Mátum, sem dettur þá niður í annað sætið og Fjölnir fer niður í það þriðja og missir þar með sæti í 1. deild að ári.
Fjölnir hefur nú áfrýjað málinu til Dómstóls SÍ og því þarf þessi niðurstaða ekki að vera endanleg.
Niðurstaða Mótsstjórnar SÍ má skoða nánar hér
Þetta hefur þó ekki áhrif á B-lið Goðans-Máta því það fer alltaf upp í 1. deild, sama hver niðurstaðan verður.