7.8.2013 kl. 15:48
Unglingalandsmótið Úrslit í skák – Kristján og Eyþór meðal keppenda
Keppt var í skák á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornafirði um helgina. Þeir Eyþór Kári Ingólfsson og Kristján Davíð Björnsson frá HSÞ tóku þátt í flokki 11-14 ára og stóðu sig með prýði. Kristján varð í 5. sæti með 4,5 vinninga og Eyþór varð í 7. sæti með 4 vinninga. Tefldar voru 7 umferðir og var umhugsunartíminn 10 mín á skákina.
11-14 ára.
1. Brynjar Bjarkason 6 Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
2. Eiríkur Þór Björnsson 6 Ungmennasamband A-Húnvetninga
3. Símon Þórhallsson 6 Ungmennafélag Akureyrar
4. Benedikt Fadel Farag 5 Héraðssambandið Skarphéðinn
5. Kristján Davíð Björnsson 4 ½ Héraðssamband Þingeyinga
6. Björgvin Ægir Elísson 4 Ungmenna og Íþróttafélag Austurlands
7. Eyþór Kári Ingólfsson 4 Héraðssamband Þingeyinga
8. Brynjar Daði Gíslason 2 Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
9. Ívar Kristinsson 2 Ungmennasambandið Úlfljótur
10. Hinrik Logi Árnason 1 ½ Ungmenna og Íþróttafélag Austurlands
11. Sólrún Lára Sverrisdóttir 1 Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu
15-18 ára.
1. Mikael Máni Freysson 6 Ungmenna og Íþróttafélag Austurlands
2. Arnþór Ingi Ingvasson 6 Keflavík,Íþrótta-og Ungmennafélag
3. Örvar Svavarsson 5 Aðrir Keppendur
4. Atli Geir Sverrisson 4 Ungmenna og Íþróttafélag Austurlands
5. Hávar Snær Gunnarsson 3 Íþróttabandalag Reykjavíkur
6. Mattías Már Kristjánsson 2 Aðrir Keppendur
7. Högni freyr Gunnarsson 1 ½ Íþróttabandalag Reykjavíkur
8. Bjarnar Ingi Pétursson ½ Íþróttabandalag Reykjavíkur
Gunnar Páll Halldórsson var mótstjóri.