5.2.2009 kl. 00:49
Úrslit úr 1. umferð skákþings Goðans.
1. umferð á skákþingi Goðans var tefld í gærkvöld. Úrslit urðu nokkuð eftir bókinni nema að Benedikt Þór Jóhannsson gerði jafntefli við skákmeistara félagsins síðustu 2ja ára, Smára Sigurðsson.
Úrslit úr 1. umferð :
Pétur Gíslason (1730) Sighvatur Karlsson (1300) 1 – 0
Sigurbjörn Ásmundsson (1290) Rúnar Ísleifsson (1715) 0 – 1
Smári Sigurðsson (1635) Benedikt Þór Jóhannsson (0) 0,5 – 0,5
Benedikt Þorri Sigurjónsson (0) Snorri Hallgrímsson (0) 1 – 0
Ármann Olgeirsson (1450) Sæþór Örn Þórðarson (0) 1 – 0
Hermann Aðalsteinsson (1380) Ketill Tryggvason (0) 1 -0
Ævar Ákason (1585) Baldvin þór Jóhannesson (1440) Frestað
Pörun í 2. umferð verður ekki ljós fyrr en skák Ævars og Baldvins lýkur, en hún verður tefld í kvöld (föstudag) í Litlulaugaskóla.
Pörun í 2. umferð verður birt hér á síðunni seint í kvöld, um leið og skákinni lýkur !
Alls taka 14 keppendur þátt í skákþinginu sem er metþátttaka. 2. umferð verður tefld miðvikudagskvöldið 11 febrúar á Húsavík. H.A.
