20.6.2010 kl. 13:18
Útiskákmót í Kaffi Borgum í Dimmuborgum Mývatnssveit.
Skákfélagið Goðinn stendur fyrir útiskákmóti nk. laugardag 26 Júní. Mótið verður haldið á veitingastaðnum Kaffi Borgum í Mývatnssveit, sem er við innganginn í Dimmuborgir.
Tefldar verða skákir með 5-10 mín umhugsunartíma, allt eftir þátttöku.
Ekkert þátttökugjald verður og engin sérstök verðlaun verða veitt fyrir sigurvegarann.
Áhugasamir eiga að skrá sig til keppni hjá Hermanni í síma 4643187.
