3.3.2014 kl. 02:09
Vigfús efstur á atkvöldi GM Hellis
Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á atkvöldi GM Hellis sem fram fór 24. febrúar sl. Vigfús fékk 6v í sjö skákum og kom tapið strax í fyrstu umferð gegn Kristjáni Halldórssyni. Kristján varð svo annar með 5,5v eins og Örn Leó Jóhannsson sem var þriðji en Kristján var hærri í þriðja stigaútreikningi. Örn Leó sem leiddi æfinguna lengst af fékk aðeins betra endatafl á móti Vigfúsi í lokaumferðinni með riddara á móti biskupi, þótt peð væru á báðum vængjum, þar sem hann hafði virkari kóngstöðu. Jafntefli hefði dugað Erni Leó til sigurs en hann teigði sig of langt í vinningstilraunum og vopnin snérust í höndunum á honum og efsta sætið skipti um eigendur í lokin. Í lok hraðkvöldsins dró Vigfús í happdrættinu og talan 2 kom upp sem stóð fyrir Kristján Halldórsson og fá þeir báðir gjafamiða á Saffran.
Hlé verður gert á skákkvöldum í Hellisheimilinu meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur þannig að næsta æfing í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 17. mars kl. 20 og þá verður hraðkvöld.
Lokastaðan á atkvöldinu:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Vigfús Vigfússon | 6 | 22 | 17 | 16,5 |
| 2 | Kristján Halldórsson | 5,5 | 23 | 17 | 16,3 |
| 3 | Örn Leó Jóhannsson | 5,5 | 23 | 17 | 13,8 |
| 4 | Sverrir Sigurdsson | 3,5 | 25 | 19 | 7,75 |
| 5 | Jón Eggert Hallsson | 3,5 | 25 | 19 | 6,75 |
| 6 | Hjálmar Sigurvaldason | 2,5 | 26 | 20 | 4,25 |
| 7 | Hörður Jónasson | 1,5 | 27 | 21 | 1,25 |
| 8 | Björgvin Kristbergsson | 0 | 28 | 21 | 0 |
