3.4.2010 kl. 11:11
17 búnir að skrá sig á SÞN 2010.
17 skákmenn eru búnir að skrá sig til leiks á Skákþing Norðlendinga sem fram fer á Gamla Bauk á Húsavík 16-18 apríl nk. Þeirra stigahæstur er Áskell Örn Kárason SA. (2235) Áskell varð einmitt Norðurlandsmeistari, þegar Goðinn hélt Skákþing Norðlendinga í fyrsta sinn á Narfastöðum í Reykjadal árið 2007.
Áskell Örn Kárason (með svart) situr að tafli á Hótel Húsavík, líklega 1980.
Keppendalistinn 3. apríl.
Gunnar Björnsson 2120 Hellir
Hermann Aðalsteinsson 1435 Goðinn
Smári Sigurðsson 1660 Goðinn
Sigurður H Jónsson 1815 SR
Ágúst Örn Gíslason 1650 Víkingaklúbburinn
Rúnar Ísleifsson 1705 Goðinn
Sigurður Eiríksson 1840 SA
Arnar Þorsteinsson 2190 Mátar
Jakob Sævar Sigurðsson 1745 Goðinn
Áskell Örn Kárason 2235 SA
Stefán Bergsson 2065 SA
Steingrímur Hólmsteinsson 1515
Tómas Björnsson 2150 Víkingaklúbburinn
Vigfús Ó. Vigfússon 1935 Hellir
Sigurður Ægisson 1690 Siglufjörður
Þorvarður Fannar Ólafsson 2190 Haukar
Páll Sigurðsson 1890 TG
Eins og sjá má er listinn orðinn nokkuð þéttur… Enn vantar þó nokkra heimamenn og eins keppendur frá SA. Þeir eru hér með hvattir til þess að skrá sig til leiks.
Keppendur eiga að skrá sig til leiks hér á heimasíðunni, efst, á sérstöku skráningarformi.
