Hlynur efstur á æfingu

Hlynur Snær Viðarsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór í Litlulaugaskóla í kvöld. Hlynur vann alla nema Hermann. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.

1.   Hlynur Snær Viðarsson          4
2-3 Hermann Aðalsteinsson          3,5
2-3 Sigurbjörn Ásmundsson         3,5
4.   Jón Aðalsteinn Hermannsson  2
5-6 Stefán Bogi Aðalsteinsson      1
5-6 Jakub Pitor Statkiewizce        1

Næsta skákæfing á norðursvæði GM-Hellis verður á Húsavík að viku liðinni.