img_4951_1224225 (2)Jólapakkaskákmót Hugins verður haldið laugardaginn 20. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 17. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verður í allt að 6 flokkum: Flokki fæddra 1999-2001, flokki fæddra 2002-2003, flokki fæddra 2004-2005, flokki fæddra 2006-2007 og flokki fæddra 2008 síðar og peðaskák fyrir þau yngstu. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Í verðlaun verða meðal annars bækur, mynddiskar, púsluspil, skáknámskeið, golfnámskeið, töfl, húfur, íþróttatöskur, spil, bíómiðar, vekjaraklukkur, konfektkassar, áskrift að Stöð 2 og fleira. Í lokin verður happdrætti þar sem m.a. verður dreginn út snjallsími frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk fjölda annarra gjafa. Allir þátttakendur fá svo við brottför góðgæti frá Góu og Andrésblað. Skráning á mótið fer fram á Skák.is (guli kassinn) og á Skákhuganum. Núna að kvöldi 19. desember eru rúmlega 183 keppendur skráðir til leiks. Útlit er fyrir gott skákveður á laugardaginn því inn verður hlýtt og notarlegt og úti snjókoma þegar líður á mótið.

Yfirlit yfir þegar skráða keppendur má finna hér.