Það voru 20 skákmenn sem mættu til leiks á Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni sem fram fór sl. mánudagskvöld 9. nóvember í aðdraganda Evrópumóts landsliða. Þátttakendur hafa svo sem áður verið fleiri en mótið var eftir sem áður vel skipað. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði örugglega með 12,5 vinninga af 14 mögulegum og er því hraðskákmeistari Hugins 2015. Þetta er í þriðja sinn sem hann landar þessum titli og fer að styttast í að hann geti jafnað þá sem oftast hafa unnið hann áður. Það voru Omar Salama og Vignir Vatnar Stefánsson sem tóku vinninga af Hjörvari. Yfirdómarinn á komandi Evrópumóti landsliða Omar Salama var svo næstur í öðru sæti með 10,5v. Þriðji var svo Stefán Bergsson með 9v.
Lokastaðan:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 12.5 | 114 | 97 | 99.5 |
| 2 | Omar Salama | 10.5 | 116 | 96.5 | 84 |
| 3 | Stefán Bergsson | 9 | 112 | 93 | 64.5 |
| 4 | Örn Leó Jóhannsson | 8 | 119 | 100 | 61.75 |
| 5 | Dagur Ragnarsson | 8 | 119 | 100 | 58.5 |
| 6 | Vignir Vatnar Stefánsson | 8 | 107 | 93.5 | 47.75 |
| 7 | Andri Grétarsson | 7.5 | 112 | 95 | 54.5 |
| 8 | Jón Þorvaldsson | 7.5 | 105 | 89.5 | 55 |
| 9 | Vigfús Vigfússon | 7.5 | 98 | 86 | 46.75 |
| 10 | Jón Kristinn Sævaldsson | 7 | 112 | 95.5 | 45 |
| 11 | Gunnar Nikulásson | 7 | 94 | 82 | 43.5 |
| 12 | Óskar Long Einarsson | 7 | 78 | 66.5 | 25.5 |
| 13 | Dawid Kolka | 6.5 | 105 | 89.5 | 45.25 |
| 14 | Hjörtur Kristjánsson | 6.5 | 91 | 79 | 38.25 |
| 15 | Óskar Haraldsson | 6.5 | 90 | 76.5 | 24.25 |
| 16 | Örn Stefánsson | 6.5 | 78 | 69.5 | 24.25 |
| 17 | Sigurður Freyr Jónatansson | 6.5 | 73 | 63 | 24.75 |
| 18 | Stefán Orri Davíðsson | 4 | 76 | 68 | 12 |
| 19 | Birgir Logi Steinþórsson | 3 | 78 | 69.5 | 6 |
| 20 | Björgvin Kristbergsson | 1 | 83 | 72 | 6.5 |
