Dawid Kolka sigraði í eldri flokki og Óttar Örn Bergmann Sigfússon í yngri flokki á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 14. desember sl. Dawid fékkk fullt hús 5v af fimm mögulegum. en Óttar Örn fékk 4v af fimm mögulegum. Annar í eldri flokki var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v. og þriðji var Jón Þorberg Sveinbjörnsson með 3,5 og Jón Þorberg náði þar með í sín fyrstu verðlaun á þessum æfingum. Í yngri flokki voru Adam Omarsson og Kristófer Stefánsson einnig með 4v. Adam var með 13 stig í fyrsta útreikningi og 15 stig í öðrum útreikningi eins og Óttar en Óttar vann innbyrðis viðureign þeirra hlaut 1. sætið og Adam varð annar. Kristófer var með 11 stig og varð þriðji.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Stefán Orri Davíðsson, Stefán Karl Stefánsson, Heimir Páll Ragnarsson, Ísak Orri Karlsson, Baltasar Máni Wedholm, Elfar Ingi Þorsteinsson, Jökull Freyr Davíðsson, Viktor Már Guðmundsson, Ívar Lúðvíksson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson, Kristófer Stefánsson, Eiríkur Þór Jónsson, Lára Bjarkadóttir, Björgvin Atlason, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Jósef Omarsson og, Gabríel Elvar Valgeirsson.
Það er komið jólafrí á þessum æfingum þannig að næsta æfing verður á nýju ári mánudaginn 4. janúar 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
