A-sveit GM-Hellis í öðru sæti eftir fyrri hlutann

Skákfélagið GM Hellir A-sveit er í öðru sæti á Íslandsmóti skákfélaga með 28 vinninga eftir sigur á Taflfélagi Reykjavíkur 4,5-3,5 í 5. umferð í dag. TV er efst með hálfum vinningi meira og Víkingaklúbburinn er í þriðja sæti með 27 vinninga. Búast má við harðri baráttu þessara þriggja félaga um Íslandsmeistaratitilinn í síðari hlutanum sem fram fer 27. febrúar – 1. mars nk.

2009 07 15 23.05.05

Robin Van Kampen þungt hugsi á 2. borið í A-liði GM-Hellis 

Önnur úrslit fimmtu umferðar voru að Bolvíkingar unnu b-sveit GM Hellis naumlega, Fjölnir vann öruggan sigur á b-sveit TR og það sama gerði Skákfélag Akureyrar gegn Vinaskákfélaginu. B-lið GM-Hellis er í 8 sæti með 12 vinninga og með ágætt forskot á tvö neðstu liðin.

2009 07 16 14.58.11 (800x600)
 

Unglingasveit GM-Hellis B.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

 
2. deild

Taflfélag Garðabæjar er efst með 16 vinninga, Skákfélag Reykjanesbæjar er í öðru sæti með 15,5 vinning og b-sveit Víkingaklúbbsins er í þriðja sæti með 14 vinninga. C-lið GM-Hellis hefur ekki náð sér vel á strik og er neðst með 7 vinninga eftir fyrri hlutann.

Stöðuna í 2. deild má finna á Chess-Results .

3. deild

Skákdeild KR er í efsta sæti með 7 stig. B-sveit Skákfélags Akureyrar, Skákfélag Selfoss og nágrennis og b-sveit Skákfélag Íslands eru í 2.-4. sæti með 6 stig. GM-Hellir er með þrjú lið í 3. deild og eru D og F-liðin um miðja deild og E-liðið er í 4 neðsta sæti.

Stöðuna í 3. deild má finna á Chess-Results.

4. deild

B-sveit Skákfélags Reykjanesbæjar er efst með 8 stig. Í 2.-4. sæti eru d- og c-sveitir Skákfélags Akureyrar og a-unglingasveit TR. G-sveitin er í 9 sæti með 4 punkta og 13 vinninga eftir 6-0 sigur í dag. Unglingasveit A er í 14. sæti með 2 punkta og 7 vinninga, en Unglingasveit B er neðst með 4,5 vinninga.

Stöðuna í 4. deild má finna á Chess-Results.

Nánar síðar. 
 
  • Heimasíða Íslandsmóts skákfélaga
  • Chess-Results
  • Myndaalbúm (HÁ og ESE)
  •