30.10.2011 kl. 21:52
Að loknu Framsýnarmóti.
Framsýnarmótið er sprottið upp úr samstarfi skákfélagsins Goðans og Framsýnar-stéttarfélags á Húsavík. Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra haust og heppnaðist það vel. Um helgina heppnaðist mótið ekki síður vel og var mætingin heldur betri í ár, því 18 keppendur frá þremur skákfélögum tóku þátt og eðilega flestir úr Goðanum. Sigurður Arnarson kom með fjóra unga og efnilega keppendur með sér frá Akureyri. Einnig mætti Sigurður Ægisson frá Siglufirði sem verið hefur tíður gestur á skákmótum hjá Goðanum að undanförnu.
Andri Freyr gerði jafntefli við Sigurð Daða í dag.
Sigurður Arnarson, mentor Andra, fylgist spenntur með
Andri Freyr Björgvinsson SA tefldi við Sigurð Daða Sigfússon í loka umferðinni í dag og knúði fram jafntefli með afar góðri taflmennsku.
Smári Sigurðsson tefldi við Sigurð Daða Sigfússon í gær.
Sigurður Daði Sigfússon vann fyrstu 6 skákirnar í mótinu og mátti því við jafntefli í lokaumferðinni. Allir andstæðingar hans gerðu sitt best gegn honum og stóðu lengi vel í stigahæsta manni mótssins, en Andri Freyr var sá eini sem uppskar eitthvað gegn Sigurði.
Einar Hjalti Jensson í þungum þönkum. Mynd: Hafþór Hreiðarsson 640.is
Einar Hjalti Jensson, næst stigahæsti maður mótsins, varð í öðru sæti og tapaði aðeins gegn Sigurði Daða. Einar tefldi við Jakob Sævar í lokaumferðinni og vann eftir spennandi endatafl þar sem báðir vöktu upp drottningar. Einar var þó peði yfir og það dugði til sigurs.
Smári Sigurðsson gerði jafntefli við Jón Kristinn í dag. Smári fylgdi þar með eftir góðum árangri í deildarkeppninni um daginn með því að verða í þriðja sæti í mótinu. Smári tapaði fyrir Einari og Sigurði Daða en vann aðrar skákir.
Jón Kristinn Þorgeirsson (tv) er ungur að árum og gríðarlegt efni.
Jón Kristinn Þorgeirsson varð í fjórða sæti, jafn Smára að vinningum en lægri á stigum. Hann líkt og Smári tapaði fyrir efstu mönnum, en vann rest.
Prestaslagur. Sighvatur Karlsson „sóknar-prestur“ gegn Sigurði Ægissyni „sóknar-presti“.
Eftirfarandi vísa var samin af Sigurði Ægissyni snemma í skákinni:
sitja og þenkja sérar tveir
og sálin í fordæming herðist
biskupa drápu báðir þeir
og brostu á meðan það gerðist
Árni Garðar Helgason tók þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og náði ágætum árangri. Hann fékk 2,5 vinninga í mótinu og var að tefla sínar fyrstu kappskákir á ferlinum.
Stephen Jablon (USA) skellti sér norður til að taka þátt í mótinu.
Framsýnarmótið hefur þá sérstöðu að ekkert þátttökugjald er í mótið. Öll verðlaun vinna keppendur sér til eigna. Félagsmenn Goðans úr suðvestur-goðorði Goðans mæta til leiks til að styrkja böndin og gera mótið sterkara og meira aðlaðandi fyrir skámenn úr nágrenninu. Einungis skákþing Norðlendinga er sterkara mót en Framsýnarmótið núorðið og Goðinn tekur stefnuna á það að gera Framsýnarmótið enn þá stærra og sterkar á komandi árum.
Hermann Aðalsteinsson.
Frétt mbl.is af mótinu: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/10/30/sigurdur_dadi_sigradi/
Hér má skoða myndir sem Hafþór Hreiðarsson fréttaritari mbl.is tók á mótinu í dag:
http://www.640.is/is/myndir/http-www.640.is-is-moya-gallery-image-new-framsynarm
