Smári efstur á fyrstu skákæfingu vetrarins

Fyrsta skákæfing vetrarins 2013-2014 fór fram á Húsavík í gærkvöld. Kvöldið hófst þó á stuttum félagsfundi þar sem farið var yfir starfið framundan. Viðburðir eins og Framsýnarmótið og íslandsmót skákfélaga bar þar helst á góma enda stutt í þá viðburði.

IMG 1528

 

 

Alls mættu 9 félagsmenn á fundinn. Að fundi loknum voru tefldar 10 mín skákir og kom Smári Sigurðsson best undan sumri.

 

Staða efstu í gærkvöld:

1. Smári Sigurðsson          5 vinningar
2. Ævar Ákason                3,5
3. Hlynur Snær Viðarsson  3
4. Hermann Aðalsteinsson  2,5

Aðrir fengu minna.

Næsta skákæfing verður að viku liðinni í Framsýnarsalnum á Húsavík.