19.3.2008 kl. 10:10
Aðalfundur Goðans í kvöld.
Í kvöld kl 20:30 verður aðalfundur skákfélagsins Goðans haldinn á Fosshóli. Stjórn vonast eftir góðri mætingu á aðalfundinn því mörg miklivæg málefni bíða þess að verða rædd. Meðal þess sem þarf að ákveða er merki fyrir félagið og tilhögun á skákþingi Goðans 2008. Þar fyrir utan verður dagskrá með hefðbundnu sniði, Skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, önnur mál og svo þarf að kjósa inn nýjan mann í stjórn félagsins því Hallur Birkir Reynisson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. H.A.
