Þröstur, Lenka, Hallgerður, Jóhanna og Elsa valin í ólympíulið Íslands

Liðsstjórar beggja ólympíuliða Íslands hafa tilkynnt liðsval sitt til stjórnar SÍ og landsliðsnefndar. Liðið velja þeir í samræmi við 15. gr. skáklaga SÍ. Í Ólympíulið Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa verið valdir eftirtaldir:

Opinn flokkur:

  1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545)
  3. IM Guðmundur Kjartansson (2434)
  4. GM Þröstur Þórhallsson (2425)
  5. GM Helgi Ólafsson (2555)

Liðsstjóri og landsliðsþjálfari er Jon L. Árnason.

Kvennaflokkur:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2264)
  2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1982)
  3. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930)
  4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856)
  5. Elsa María Kristínardóttir (1830)

Helmingur allra ólympíufaranna eru félagsmenn í skákfélaginu Huginn.

Liðsstjóri og landliðsþjálfari er Ingvar Þór Jóhanesson.   (skák.is)