Tún á Húsavík.
Aðalfundur Skákfélagsins Goðans fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 26. janúar kl 21:00 í Túni á Húsavík. Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins.
Ársskýrsla og ársreikningar hafa verið gerðir aðgengilegir og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér efni þeirra fyrir fund. Fundurinn verður einnig á google meet fyrir þá sem ekki komast á staðinn. Fjarfundur hér.
Efnt verður til skákæfingar fyrir fund á sama stað sem byrjar kl 19:00.
Stjórn Goðans
