15.2.2013 kl. 13:11
Aðalfundur Goðans-Máta
Stjórn skákfélagins Goðans-Máta boðar hér með til aðalfundar skákfélagins Goðans-Máta, en hann verður haldinn mánudaginn 25. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst hann kl 20:30.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmenn geta komið tillögu að lagabreytingum á framfæri við stjórn í síðasta lagi föstudaginn 15 febrúar, ef einhverjar eru. Berist einhverjar tillögur að lagabreytingum félagsins þá verða þær kynntar í síðasta lagi föstudaginn 15 febrúar með tölvupósti til félagsmanna.
Berist stjórn engar tillögur fyrir miðnætti föstudaginn 15 febrúar verður ekki hægt að fjalla um þær á aðalfundi…
Lagabreytingatillögur frá stjórn hafa verið kynntar félagsmönnum með tölvupósti. Þær tengjast allar sameiningu Goðans og Máta frá því sl. haust
Sjá núverandi lög félagsins hér
