Íslandsmót 13 og yngri og 15 ára og yngri fer fram 2. og 3. nóvember á Akureyri

Keppni á Íslandsmótinu í skák 15 ára og yngri (fædd 1998 og síðar) og 13 ára og yngri (fædd 2000 og síðar) verður haldið í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Íþróttahöllinni, dagana 2. og 3. nóvember nk.  Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 20 mín. + 5 sek. Teflt verður í einum flokki.

Mótshaldari: Skákfélag Akureyar

Skákstaður: Íþróttahöllin á Akureyri

Laugardagur 2. nóvember 

Fyrsta umferð hefst kl. 14. Tefldar verða 5 umferðir. Áætlað er að taflmennsku ljúki fyrir kl. 19. Stutt hlé verður gert eftir þriðju umferð

Sunnudagur 3. nóvember   

Sjötta umferð hefst kl. 11. Tefldar verða 4 umferðir. Stutt hlé verður gert eftir sjöundu umferð. Verðlaunaafhending og mótsslit um kl. 15.

Þátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verðlaun: Verðlaunabikarar fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.

Ferðir og gisting

Kynningarfundur vegna mótanna með formönnum/umsjónarmönnum æskulýðsstarfs verður haldinn nk. þriðjudagskvöld kl. 20 í SÍ. Ætlunin með þeim fundi er að skoða mögulegt samstarf félaganna varðandi ferðatilhögun og gistingu. Tilgangurinn með fundinum er einnig að athuga mögulegan keppendafjölda svo skipulagning mótshaldara geti verið með besta móti.

Skráning

Hægt er að skrá sig til leiks hér. Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.

SKÁKSAMBAND ÍSLANDS