Aðalfundur skákfélagsins Hugins fór fram í gærkvöld bæði í Reykjavík og Reykjadal í gegnum fjarfundarbúnað. Bar þar helst til tíðinda að Þorsteinn Þorsteinsson var kjörinn nýr formaður skákfélagsins Hugins og tekur við af Hermanni Aðalsteinssyni sem verði hefur formaður Hugins sl. þrjá ár.

Hermann var kjörinn varaformaður félagsins og með þeim Þorsteini og Hermanni voru Sigurbjörn Ásmundsson, Tómas Veigar Sigurðarson, Pálmi Pétursson, Kristján Eðvarðsson og Vigfús Vigfússon kjörnir í stjórn skákfélagsins Hugins næsta árið.
Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Tillaga um að fækka stjórnarmönnum úr 11 í 7 var samþykkt á fundinum.
Fundargerð aðalfundar verður birt innan skamms.
