25.1.2012 kl. 10:52
Aðalfundur Skákfélagsins Goðans verður 6. febrúar.
Stjórn skákfélagins Goðans boðar hér með til aðalfundar skákfélagins
Goðans, en hann verður haldinn mánudaginn 6. febrúar nk. Fundurinn
verður haldinn í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst hann
kl 20:30.
Dagskrá: Samkvæmt 10.grein laga félagsins.
-Kosinn fundarstjóri og ritari
-flutt skýrsla stjórnar
– flutt reikningar (almanksár)
– kosning í stjórn
– kosning á einum varamanni í stjórn
– Formleg inntaka nýrra félagsmanna
– lagabreytingatillögur sem séu löglega boðaðar
-Önnur mál
Stjórn leggur fram eina lagabreytingatillögu, en það er orðalagsbreyting á 10 grein.
Svona lítur 10 greinin út í dag….
10. gr
Aðalfund
félagsins skal halda í mars eða apríl ár hvert og hefur hann
úrskurðarvald í öllum málum þess. Á aðalfundi skal kosin stjórn og þar
skulu lagðir fram reikningar til samþykktar. Þar skulu teknar ákvarðanir
um taflstaði, tafltíma, fundartíma og félagsgjöld. Þar skulu og teknar
ákvarðanir í öðrum málum er varða félagið og félagsmenn almennt. Á
aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum, samanber þó 15 og
16 grein.Til fundarins skal boðað með amk. 10 daga fyrirvara. Í
fundarboði skal tilgreina lagabreytingatillögur ef einhverjar eru.
Heimillt er að boða fundinn með tölvupósti og/eða í síma. Á aðalfundi
skal fjalla um eftirfarnandi liði:
-Kosinn fundarstjóri og ritari
-flutt skýrsla stjórnar
– flutt reikningar (almanksár)
– kosning í stjórn
– kosning á einum varamanni í stjórn
– Formleg inntaka nýrra félagsmanna
– lagabreytingatillögur sem séu löglega boðaðar
-Önnur mál
Stjórn leggur til að í stað þessa orðalags:… „Aðalfund félagsins skal halda í mars eða apríl ár hvert“
Komi þetta:…“Aðalfund félagsins skal halda í janúar eða febrúar ár hvert„
Hér eru lög félagsins á heimasíðunni okkar.
http://godinn.blog.is/blog/godinn/entry/887809/
Félagsmenn
geta komið tillögu að lagabreytingum á framfæri við stjórn í síðasta
lagi föstudaginn 27 janúar ef einhverjar eru. Berist einhverjar tillögur
að lagabreytingum félagsins þá verða þær kynntar í síðasta lagi
föstudaginn 27 janúar með tölvupósti til félagsmanna. Berist stjórn
engar tillögur fyrir föstudaginn 27 janúar verður ekki hægt að fjalla um
þær á aðalfundi…
Sérstakur gestur fundarins verður Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og mögulega sitja fleiri gestir fundinn frá HSÞ
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
