Ádám Ferenc Gulyás
Adám Gulyás varð efstur skákæfingu með 4,5 vinninga af 5 mögulegum sem fram fór í Túni í gærkvöld. Smári Sigurðsson kom næstur með 3,5 vinninga og Kristján Ingi Smárason þar á eftir með 3 vinninga.
Viðar Njáll Hákonarson fékk 2 vinninga og Sigurbjörn Ásmundsson og Hermann Aðalsteinsson fengu 1 vinning hvor.
Aðalfundur og skákæfing á Skákdeginum 26 janúar
Næsta skákæfing fer fram 26. janúar í Túni, sem vill svo vel til að það er Íslenski Skákdagurinn. Æfingin hefst kl 19:30 og kl 21:00 verður Aðalfundur Goðans haldinn.
