Adam Ferenc Gulyas og Smári Sigurðsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Báðir fengu þeir 4 vinninga af 5 mögulegum og gerðu jafntefli sín á milli. Kristján Ingi Smárason varð þriðji með 3 vinninga. Sex keppendur mættu til leiks og allir tefldu við alla. Tímamörk voru 7+3

Lokastaðan.

Adam Ferenc Gulyas       4
Smári Sigurðsson            4
Kristján Ingi Smárason    3
Ævar Ákason                  2,5
Viðar Njáll Hákonarson    1,5
Sigurbjörn Ásmundsson   0

Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær næsta æfing fer fram.