Tún á Húsavík.
Vetrarstarf skákfélagsins Goðans 2025-26 hófst í gærköld í Túni á Húsavik, með skákæfingu og félagsfundi. Smári Sigurðsson varð hlutskarpastur á æfingunni, með 4 vinninga, Adam Ference Gulyas fékk 3 og Sigurbjörn Ásmundsson 2 vinninga. Aðrir fengu færri.
Æfinga og mótaáætlun fram til áramóta var rædd og samþykkt og lítur hún svona út.
Undirbúningur fyrir Íslandsmót skákfélaga var einnig ræddur og mönnun fyrir mótið, sem oft hefur litið betur út. Samþykkt var að senda A og B-lið til keppni en fresta ákvörðun um þátttöku C-liðs þar til nær dregur móti.
Formaður kynnti ný gerðan samstarfs samning við Norðurþing um skákkennslu og húsnæði í Túni. Undirbúingur fyrir skákkennslu í skólum Norðurþings er komin vel á veg. Þar sem hugsanlegt er að Norðurþing vilji bjóða Tún til sölu á næstunni er því nokkur óvissa uppi með húsnæðismál félagsins í vetur. Við vonum það besta.
Ekki fleira rætt og fundi var slitið upp úr kl 22:00
